Linda Kolbrún Björgvinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Seðlabanka Íslands, en starfið var auglýst laust til umsóknar í lok september síðastliðnum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bankans.
Linda Kolbrún var sett framkvæmdastjóra háttsemiseftirlits Seðlabankans í maí 2023 og hefur gegnt stöðunni tímabundið síðan þá.
Hún hóf störf hjá Fjármálaeftirlitinu árið 2007 og vann til ársins 2018 sem lögfræðingur á eftirlitssviði og í lagalegu eftirliti. Frá árinu 2018 gegndi hún starfi forstöðumanns lagalegs eftirlits.
Linda Kolbrún er með B.ed-gráðu í kennslufræði frá Kennaraháskóla Íslands, BA-gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og MA-gráðu í lögfræði frá HR.