Rún Ingvars­dótt­ir hef­ur verið ráðin til Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í teymi sérfræðinga Samskipta- og samfélags, einingar sem heyrir undir forstjóra. Hún mun sinna upp­lýs­inga­mál­um og sam­skipt­um við fjöl­miðla fyrir Veitur, dótturfyrirtæki OR, og starfa þar sem samskiptastjóri. Auk þess mun Rún vinna markvisst að sjálfbærnimálum innan fyrirtækisins.

Rún kemur til OR frá Landsbankanum þar sem hún starfaði undanfarin sjö ár sem sérfræðingur í samskiptamálum. Þar áður starfaði hún sem fréttamaður á frétta­stofu RÚV frá ár­inu 2007. Rún er með MA-gráðu í alþjóðamálum frá Berkeley-há­skóla í Kali­forn­íu og BA-gráðu í mann­fræði og bók­mennta­fræði frá Há­skóla Íslands.

Samskipti- og samfélag sjá um samskipta- og markaðsmál hjá OR og vinnur þvert á samstæðuna m.a. fyrir dótturfyrirtækin Veitur, Orku náttúrunnar, Ljósleiðarann og Carbfix.