© Aðsend mynd (AÐSEND)
Sigurður Nordal hefur verið ráðinn fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu. Hann tekur við starfinu af Agnesi Bragadóttur. Greint var frá ráðningunni í tölvupósti til starfsmanna Morgunblaðsins í dag.
Sigurður var áður m.a. framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands en hafði þar áður gegnt ýmsum stjórnunarstörfum. Þar af var hann framkvæmdastjóri samskiptasviðs Exista.
Sigurður er hagfræðingur með meistaragráðu frá Columbia-háskóla í New York í Bandaríkjunum.