Þetta leggst mjög vel í mig og er afar spennandi, vægast sagt,“ segir Gróa Björg Baldvinsdóttir, nýr framkvæmdastjóri sjálf bærar menningar og stjórnarhátta hjá Terra.
„Að byggja upp og leiða nýtt svið hjá Terra umhverfisþjónustu sem hefur þennan fallega tilgang er gaman og virkilega spennandi. Terra umhverfisþjónusta er á flottri vegferð og mér finnst það segja svo mikið um áherslur félagsins til framtíðar að stofna nýtt svið utan um málefni sjálfbærar menningar og stjórnarhátta.“
Gróa vinnur nú að því að móta nýtt svið innan Terra umhverfisþjónustu en samhliða því er félagið þessa stundina í spennandi stefnumótun fyrir félagið og að skerpa framtíðarsýn þess. „Það er svo gaman að fá að koma að stefnumótun félaga og horfa til framtíðar og stefnu þess. Hvað þá hjá félagi sem hefur það hlutverk að taka virkan þátt í að skapa hringrásarkerfi á Íslandi með tilheyrandi áskorunum.“
Gróa er mikið fyrir sveitina og útivist og segir að það sé fátt sem toppi hestaferðir. Hún er mikið fyrir fjallgöngur, ferðalög og nú síðast veiði. En að verja tímum með vinum og fjölskyldu er einna best enda er Gróa mikil félagsvera.
Viðtalið birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.