Haldið var upp á áttræðisafmæli Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins, í gær. Málþing var haldið honum til heiðurs í Salnum í Kópavogi.
Steingrímur fæddist 22. júní 1928. Foreldrar hans voru Hermann Jónasson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Vigdís Oddný Steingrímsdóttir húsmóðir.
Steingrímur lauk stúdentsprófi frá MR 1948. Eftir það hélt hann til náms í Bandaríkjunum og lauk B.Sc. prófi í rafmagnsverkfræði frá Illinois Institute of Technology í Chicago 1951 og lauk M.Sc. prófi frá California Institute of Technology árið 1952.
Steingrímur var forsætisráðherra frá 1983 til 1991, en hann hafði áður verið Dóms- og kirkjumála- og landbúnaðarráðherra 1978-79 og sjávarútvegs- og samgönguráðherra 1980-83.