© Aðsend mynd (AÐSEND)
Auk þess hefur Eiríkur sinnt starfi blásarakennara ásamt því að stjórna ýmsum lúðrasveitum. Eiríkur er með blásarakennarapróf, með trompet sem aðalhljóðfæri, ásamt lokaprófi úr tónfræðideild frá Tónlistarskóla Reykjavíkur.
Eiríkur lauk meistaranámi í mennta- og menningarstjórnun með áherslu á menntastjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2017. Eiríkur hefur samið tónlist við leikrit ásamt leikverkum og er meðlimur í hljómsveitinni „Hundur í óskilum“ sem er mörgum landsmönnum kunn.
Eiríkur hefur einnig setið í stjórn Félags tónlistarskólakennara, Samtaka tónlistarskólastjóra og verið virkur í félagsstörfum tónlistarskólanna. Alls bárust átta umsóknir um starfið en ein umsókn var dregin tilbaka. Eiríkur mun hefja störf 1.október.