Tania Lind Fodilsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri MOSS Markaðsstofu, en hóf hún störf í júní síðastliðnum. MOSS er alhliða auglýsingastofa sem aðstoðar fyrirtæki í sífellt breytilegu umhverfi auglýsinga.

Hún starfaði áður sem markaðsstjóri NTC og þar áður hjá markaðsstofunni THRSXTY í London þar sem hún vann með kúnnum á borð við Campari, William Grant & Sons, Evian Water og Piper-Heidsieck.

„Ég er ákaflega spennt fyrir því að vera partur af MOSS og fá að leiða það öfluga teymi sem þar er. MOSS er fyrirtæki á mikilli uppsiglingu og eru tækifæri þar til að gera enn betur,“ segir Tania.

MOSS þjónustar fyrirtæki á borð við Steypustöðina, Uniconta, Mathöll Höfða, Kulda, Sleepy, VEST, Eignarétt, Vinnupalla, Valhöll og fleiri fyrirtæki.

„Við erum ótrúlega ánægð að fá Töniu til liðs við okkur. Hún er kraftmikil og hefur víðtæka reynslu á sviði markaðssetningar og kemur til okkar frá NTC þar sem hún leiddi markaðssetningu samsteypunnar. Þekking hennar og reynsla mun efla og styrkja okkur til muna,” segir Pétur Freyr Pétursson eigandi MOSS.