Míla hefur ráðið til sín þrennt nýtt starfsfólk í lykilstöður en það eru þau Bylgja Ýr Tryggvadóttir, Dagbjört Jónsdóttir og Dagur Kári Jónsson.

Bylgja Ýr hefur verið ráðin deildarstjóri sölu- og viðskiptastýringar Mílu en hún kemur frá Plaio þar sá hún um innleiðingar og þjónustu við nýja viðskiptavini. Fyrir það starfaði hún fimm ár hjá Nova í þjónustu- og viðskiptastýringu á fyrirtækjamarkaði.

Dagbjört Jónsdóttir hefur verið ráðin sem lögfræðingur hjá Mílu en hún var áður sjálfstætt starfandi ráðgjafi við samningagerð, opinber innkaup, persónuvernd og upplýsingöryggi.

Áður hún varð sjálfstæð starfaði hún sem lögfræðingur hjá þjónustu- og nýsköpunarsviði Reykjavíkurborgar með áherslu stafræna persónuvernd og sem lögfræðingur hjá Vegagerðinni.

Dagur Kári hefur verið ráðinn sem viðskiptastjóri hjá Mílu en hann kemur beint úr meistaranámi í viðskiptafræði og er með B.A. gráðu í sálfræði.