Miðlunarfyrirtækið Tryggja hefur, sem sérhæfir sig í vátryggingum, hefur tilkynnt ráðningu þriggja nýrra starfsmanna. Það eru þau Ingunn Ósk Magnúsdóttir, Smári Freyr Jóhannsson og Gunnar Freyr Róbertsson.
Ingunn Ósk hefur tekið við umsjón með tjónadeild og regluvörslu félagsins. Hún kemur til Tryggja með víðtæka reynslu og þekkingu á sviði lögfræði og vátrygginga. Hún starfaði áður sem lögmaður hjá Inkasso.
„Ég er mjög spennt fyrir því að ganga til liðs við Tryggja og taka þátt í að efla tjónadeild fyrirtækisins. Ég hlakka til að vinna með frábæru fólki enda félagið vel mannað í hverri stöðu,“ segir Ingunn.
Smári Freyr hefur tekið við stöðu viðskiptastjóra á fyrirtækjasviði hjá Tryggja. Smári kemur til fyrirtækisins frá Verði þar sem hann hefur öðlast víðtæka reynslu og þekkingu á sviði vátrygginga.
„Ég er spenntur fyrir því að ganga til liðs við Tryggja og taka þátt í að byggja upp sterkt fyrirtækjasvið. Ég hlakka til að vinna með frábæru teymi og leggja mitt af mörkum til að efla þjónustu við viðskiptavini okkar,“ segir Smári.
Gunnar Freyr hefur verið ráðinn sem sölustjóri einstaklingstrygginga hjá Tryggja. Gunnar kemur til fyrirtækisins frá Nova, en hann hefur áralanga reynslu af sölu vátrygginga hjá Sjóvá.
„Ég er mjög ánægður með að ganga til liðs við Tryggja og hlakka til að vinna með hæfileikaríku teymi. Ég er staðráðinn í að veita viðskiptavinum okkar bestu mögulegu þjónustu og tryggja að þeir fái þá vernd sem þeir þurfa,“ segir Gunnar.