Barnavöruverslunin Petit skilaði 27 milljóna hagnaði í fyrra, samanborið við 24 milljóna hagnað árið 2023. Rekstrartekjur námu 394 milljónum og jukust um 4,6% milli ára.

Í ársreikningi segir að ekki sé gert ráð fyrir að starfsemi félagsins breytist á neinn hátt árið 2025. Stjórn leggur til að 15 milljónir króna verði greiddar í arð. Anna Linnea Charlotte Ahle og Gunnar Þór Gunnarsson eru eigendur Petit.

Lykiltölur / Petit ehf.

2024 2023
Rekstrartekjur 394 376
Eigið fé 72 64
Eignir 117 98
Afkoma 27 24
- í milljónum króna

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.