Kári Sævarsson, stofnandi vörumerkjastofunnar Tvist, segir að ýmsar breytingar hafa átt sér stað í gegnum tíðina, ekki síst með gríðarlegum tækniframförum, og hafa auglýsingar fylgt þeirri þróun.

„Skapandi fólk finnur alltaf einhverjar leiðir,“ segir hann.

Kári Sævarsson, stofnandi vörumerkjastofunnar Tvist, segir að ýmsar breytingar hafa átt sér stað í gegnum tíðina, ekki síst með gríðarlegum tækniframförum, og hafa auglýsingar fylgt þeirri þróun.

„Skapandi fólk finnur alltaf einhverjar leiðir,“ segir hann.

„Fókusinn færist bara á milli, við sjáum það til dæmis núna að fyrirferð umhverfisauglýsinga er orðin dálítið mikil vegna þess að það er form sem allir sjá. Við höfum líka kynnst því að miðlarnir á vissan hátt bæta hver við annan. Internetið drap ekkert endilega prentmiðlanna samstundis, heldur bara bætti við einum farvegi í viðbót.“

Nýjasta viðbótin er samfélagsmiðlarnir en fyrirtæki nýta sér nú í auknum mæli þann vettvang. Oft er efni beint sérstaklega að yngri kynslóðinni, einna helst í formi stuttra myndbrota sem virðast krefjast lítillar fyrirhafnar. Kári segir það eðlilega þróun en nú séu að vaxa úr grasi kynslóðir sem hafa öðruvísi smekk en þær eldri.

„Margt efni sem er til dæmis á TikTok kemur eldra auglýsingafólki svolítið spánskt fyrir sjónir því það er svo spontant og hrátt. Fyrir okkur sem ólumst upp við það að litið var á svona efni sem meiri kvikmyndagerð, þá virðist þetta jafnvel amatörlegt. En það getur vel verið að fólk vilji það,“ segir Kári.

„Með tilkomu gervigreindarinnar, og sérstaklega með tilkomu spunagreindarinnar sem getur búið til alls konar hluti, höfum við líka velt því fyrir okkur hvort fólk eigi eftir að sækja meira í eitthvað sem er ósvikið og þá kannski groddalegra til þess að vita að það er ekta.“

Athyglin er annað atriði en þegar framboð af efni er nær stanslaust, með hjálp tækninnar, verði fólk fyrr þreytt á efninu.

„Eitt sem við höfum lagt mikið upp úr í herferðunum sem við höfum unnið að, til dæmis Bleiku slaufunni og Mottumars, er að framleiða tvær til þrjár kynslóðir af nýju efni innan herferðarinnar til þess að reyna að sýna fólki eitthvað nýtt sem er samt að segja sömu sögu, svo að það þreytist minna,“ segir Kári.

Nánar er rætt við Kára í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild hér.