Eins og fram kom í uppgjöri Skaga hagnaðist samstæðan um 972 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi 2025 og var arðsemi eigin fjár 18,4% á ársgrundvelli. Góður gangur hafi verið í grunnrekstri samstæðunnar, þar sem mestu munaði um afkomu af tryggingarstarfsemi.
Fjórðungurinn var sá besti í tryggingarstarfsemi frá skráningu VÍS á hlutabréfamarkað árið 2013, þar sem afkoma af vátryggingarsamningum nam 1,5 milljörðum króna. Haraldur Þórðarson, forstjóri Skaga, segir að niðurstaðan sé afrakstur fjölda aðgerða sem gripið hafi verið til undanfarin misseri en VÍS hafi verið í mikilli sókn.
„Það má segja að VÍS sé það tryggingarfélag sem er leiðandi í vexti á markaðnum í dag og að sama skapi á kostnaðarhliðinni. Það er veruleg umbreyting frá því sem áður var þar sem að félagið var aftarlega á merinni þegar kom að kostnaði í rekstrinum og var yfir talsvert langa hríð að tapa hlutdeild á markaðinum,“ segir Haraldur en starfsfólk VÍS eigi mikið hrós skilið.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.