Til stendur að innleiða tilskipun frá Evrópusambandinu sem snýr að upplýsingagjöf um sjálfbærni eða CSRD-tilskipunina (e. Corporate Sustainable Reporting Directive) í byrjun næsta árs.

Til stendur að innleiða tilskipun frá Evrópusambandinu sem snýr að upplýsingagjöf um sjálfbærni eða CSRD-tilskipunina (e. Corporate Sustainable Reporting Directive) í byrjun næsta árs.

Viðskiptaráð bendir á að þótt tilskipunin taki einungis til stærri fyrirtækja muni hún hafa íþyngjandi áhrif á flestöll fyrirtæki á Íslandi. Gerð er krafa um að upplýsingarnar nái til allrar virðiskeðju fyrirtækja sem falla undir tilskipunina og því þurfi minni fyrirtæki að veita stærri fyrirtækjum umræddar upplýsingar svo þau stærri geti uppfyllt sínar skyldur.

Mikilvægt sé að tilskipunin verði innleidd án allrar gullhúðunar en ófá dæmi séu um að eldri tilskipanir hafi verið innleiddar með óþarflega íþyngjandi hætti hér á landi, t.a.m. þegar fyrri tilskipun um birtingu sjálfbærniupplýsinga, NFDR (e. Non-Financial Reporting Directive), var innleidd.

„Gullhúðun við innleiðingu hennar leiddi til þess að hún náði til áttfalt fleiri fyrirtækja en lágmarkskröfur ESB kváðu á um. Viðbótarkostnaður íslenskra fyrirtækja vegna þessarar gullhúðunar nemur um 10 milljörðum króna,“ segir í umsögn Viðskiptaráðs.

Ráðuneytið þurfi meðal annars að tryggja að ekki séu settar ítarlegri reglur umfram þær lágmarkskröfur sem kveðið er á um í tilskipuninni, að allar undanþágur séu nýttar til fulls, strangari skilyrðum í gildandi regluverki verði ekki viðhaldið og frumvarpið fylgi fyrirhugaðri tímalínu tilskipunarinnar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.