Tix miðasala ehf. hagnaðist um 7,7 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 23,4 milljóna króna hagnað árið á undan. Því batnaði afkoma félagsins um 31 milljónir króna milli ára.
Tekjur félagsins árið 2021 námu 98 milljónum króna og jukust um 30 milljónir á milli ára. Rekstrargjöldin námu 81 milljónum króna og jukust um tæpar 20 milljónir milli ára. Þar af jukust laun og launatengd gjöld um 13 milljónir milli ára.
Eigið fé var neikvætt upp á 13,6 milljónir á síðasta ári, að því er kemur fram í ársreikningi félagsins.
Tix rekur bókunarþjónustu í Reykjavík og fjöldi ársverka hjá félaginu voru 3,5 á árinu. Framkvæmdastjóri Tix er Hrefna Sif Jónsdóttir.