Nýr rammasamningur um raforku fyrir stofnanir ríkisins tók gildi í byrjun nóvember í kjölfar útboðs Ríkiskaupa. Innkaup A-hluta stofnana sem hluti af samningnum árið 2024 eru talin mögulega geta numið einum milljarði króna, ef miðað er við orkunotkunina árið 2023 og verð sem fengust í örútboðinu.

Fyrir útboðið var gerð krafa um að uppruni orkunnar flokkaðist sem grænn í takt við stefnu ríkisins um sjálfbær innkaup og því voru upprunaábyrgðir keyptar samhliða. Í svari Ríkiskaupa við fyrirspurn Viðskiptablaðsins segir að upprunaábyrgðir séu innifaldar í verðinu sem kaupendur samþykktu en upprunaábyrgð er um 10% af verðinu, eða um 100 milljónir.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði