Fóðurblandan tapaði 106 milljónum króna í fyrra, samanborið við 9 milljóna hagnað árið 2023. Velta samstæðunnar, sem telur einnig Kornhlöðuna ehf. og Bústólpa ehf, nam 8,7 milljörðum og dróst saman um 400 milljónir milli ára.

Í ársreikningi segir að staða á erlendum mörkuðum geti haft mikil áhrif og áhrif tollahækkana séu ófyrirséðar. Fóðurblandan er að mestu í eigu Kaupfélags Skagfirðinga.

Lykiltölur / Fóðurblandan ehf.

2024 2023
Rekstrartekjur 8.666 9.080
Eigið fé 2.112 2.428
Eignir 5.706 5.800
Afkoma -106 9
- í milljónum króna

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu sem kom út 13. ágúst 2025.