Skiptum á þrotabúi JB Byggingafélags er lokið, að því er kemur fram í Lögbirtingarblaðinu, en lýstar kröfur í búið námu tæplega 12 milljörðum. Þar af námu samþyktar kröfur um 10,7 milljörðum. Byggingafélagið var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2010.
Skiptum lauk á þann veg að tæplega 2 milljarðar fengust greiddir upp í veðkröfur. Þá greiddust forgangskröfur sem námu tæplega 1,2 milljónum að fullu, auk þess sem tæplega 270 milljónir fengust greiddar upp í almennar kröfur.
Fyrrnefnt byggingarfélag, sem var dótturfélag Innova, var stórtækt í byggingariðnaði á árunum fyrir hrun. Innova var í eigu Engilberts Runólfssonar en fyrirtækið var rétt eins og dótturfélagið tekið til gjaldþrotaskipta árið 2010.