Í nýlegum úrskurði yfirskattanefndar staðfesti nefndin að fasteignaeigendum bæri samtals að greiða 115% stimpilgjald vegna fasteignakaupa.
Forsaga málsins er sú að tvær manneskjur, A og B, festu í sameiningu kaup á fasteign. Í kaupsamningi kom fram að A væri kaupandi að 75% hlut í eigninni og B kaupandi að 25% hlut. Í afsali vegna sömu fasteignar var hins vegar tilgreint að A væri kaupandi að 60% hlut og B kaupandi að 40% hlut. Sýslumaður krafði því B um greiðslu viðbótarstimpilgjalds vegna þessara 15%.
Fasteignamiðlun sem hafði milligöngu við viðskiptin skaut ákvörðun sýslumanns til yfirskattanefndar. Nefndin tók málið fyrir og tók undir sjónarmið sýslumanns. Í kærunni snerist ein athugasemd um rétt A til endurgreiðslu stimpilgjalds vegna breytingar á eignarhlutföllum. Taldi nefndin að um tvær aðskildar eignaryfirfærslur væri að tefla og hafnaði því þeirri kröfu.