Alls hafa 12 skráð félög á aðalmarkaði greitt 55 milljarða króna út til hluthafa í formi arðs það sem af er þessu ári, auk ríflegra endurkaupa margra þeirra á eigin bréfum.

Slíkar endurgreiðslur til hluthafa skekkja nokkuð samanburð á verðþróun hlutabréfa hér og erlendis, þar sem flestar algengustu hlutabréfavísitölur víðsvegar um heiminn leiðrétta ekki fyrir þeim, og því eru óleiðréttar vísitölur hérlendis notaðar við samanburðinn.

Ólíkt þeim er eftirfarandi súlurit með verðþróun skráðu félaganna á aðalmarkaði í íslensku Kauphöllinni hins vegar leiðrétt fyrir arðgreiðslum.

Skráningar og gengissveiflur

Þrátt fyrir að tekið sé tillit til arðgreiðslna lækkuðu íslensk hlutabréf mikið á fyrri hluta ársins. Þótt Ísland hafi á margan hátt sloppið vel við þau efnahagsáföll sem riðið hafa yfir heiminn á árinu segja segja viðmælendur Viðskiptablaðsins að sem lítið og opið hagkerfi sé Ísland á margan hátt viðkvæmara fyrir neikvæðri þróun í heimsmálum en stærri lönd.

Fyrir innrás Rússlands í Úkraínu síðasta vor var nokkur samhljómur um að ef fram færi sem horfði – ferðamenn færu að streyma hingað aftur og veiðiárið, þá sér í lagi með loðnuna, yrði gott – stefndi í nokkra styrkingu krónunnar eftir veikingu heimsfaraldursins, þótt hún hafi að miklu leyti þá þegar verið gengin til baka.

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.