Áætlaður kostnaður við fyrirhugaðan íbúðaturn og hótel sem Eykt áformar að reisa við Höfðatorg er samtals um 12 milljarðar króna. Framkvæmdir við hótelið eru hafnar en áætlað er að 200-300 manns munu vinna að staðaldri við hótelið. Þá muni 80 manns til viðbótar munu vinna við fjölbýlishúsið.
Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að Eykt áformar að hefja framkvæmdir við 12 hæða íbúðaturn við Höfðatorg næsta haust. Á bilinu 70 til 75 íbúðir verða í turninum og er áætlað að framkvæmdum ljúki síðla árs 2016. Pétur Guðmundsson, forstjóri Eyktar, segir í samtali við Morgunblaðið að um 5 milljarða króna framkvæmd sé að ræða, og telur að markaður sé fyrir íbúðir og atvinnuhúsnæði á Höfðatorgi.