Rekstrarvörur ehf., sölu- og dreifingarfyrirtæki með hreinlætis-, hjúkrunar- og rekstrarvörur, högnuðust um 120 milljónir króna í fyrra samanborið við 236 milljóna hagnað árið áður.

Tekjur námu 3,6 milljörðum króna. Umsvif Rekstrarvara, sem er með starfsemi bæði á Íslandi og í Danmörku, jukust verulega í heimsfaraldrinum. Jókst veltan úr 2,6 milljörðum í 4,3 milljarða á milli áranna 2019 og 2020.

Rekstrarvörur eru í 60% eigu Kristjáns Einarssonar og 40% eigu Sigríðar Báru Hermannsdóttur. Sigurlaug Þóra Kristjánsdóttir er framkvæmdastjóri félagsins.

Rekstrarvörur ehf

2023 2022
Sala 3.630 3.822
Eigið fé 1.285 1.358
Greiddur arður 188 288
Hagnaður 120 236
Lykiltölur í milljónum króna.