13 milljóna króna tap varð af rekstri veitingastaðarins Hornsins, sem er í miðbæ Reykjavíkur, á síðasta ári og jókst tapið um 2 milljónir frá fyrra ári. Tekjur veitingastaðarins námu 152 milljónum króna og jukust um 25% frá fyrra ári. Þetta kemur fram í ársreikningi veitingastaðarins fyrir árið 2021.
Eignir námu 112 milljónum í lok síðasta árs, skuldir 233 milljónum og eigið fé var neikvætt um 121 milljón.
Framkvæmdastjórinn Jakob H. Magnússon og Valgerður Jóhannsdóttir eru eigendur Hornsins.