Bandaríska tryggingafélagið MetLife á í viðræðum um að kaupa þann hluta af starfsemi PineBridge Investments sem er utan Kína á 1-1,5 milljarða dala en um 100 milljarðar dala eru í stýringu undir starfseminni.

PineBridge er að mestu í eigu eignarhaldsfélags milljarðamæringsins Richard Li, Pacific Century Group.

Samkvæmt frétt Bloomberg hafði MetLife betur í baráttu við ýmsa samkeppnisaðila á fjármálamarkaði um viðskiptin. Heimildir fjölmiðilsins herma að söluferlið sé langt komið en þó ekki endanlega frágegnið.

Félögin sem um ræðir neituðu að tjá sig um málið er Bloomberg fór þess á leit.

Pacific Century Group keypti PineBridge á 500 milljónir dala árið 2010 af American International Group.