Gengi hlutabréfa sádi-arabíska ilmvatnsframleiðandans Al Majed for Oud hækkaði um 30% á fyrsta viðskiptadegi félagsins í kauphöllinni í Riyadh.

Gengi hlutabréfa sádi-arabíska ilmvatnsframleiðandans Al Majed for Oud hækkaði um 30% á fyrsta viðskiptadegi félagsins í kauphöllinni í Riyadh.

Þykir það til marks um að eftirspurn eftir skráningum sé enn sterk í Mið-Austurlöndunum. Gengi bréfanna hækkaði upp í 122,2 Sádi-arabíska ríala, en útboðsgengi bréfanna nam 94 ríölum.

Í frumútboðinu var seldur 30% hlutur í félaginu fyrir 188 milljónir dala en 156,5-föld umframeftirspurn var eftir áskriftum. Al Majed for Oud rekur um 300 verslanir í Sádi-Arabíu og öðrum löndum á Persaflóa.

Þó nokkrar skráningar eru í startholunum í Sádi-Arabíu. Í sumar var greint frá áformum um skráningu annars snyrtivöruframleiðanda á markað, Arabian Oud, auk þess sem þjóðarsjóður Sádí-Arabíu stefnir á skráningu Nupco, stærsta lækningavörubirgja landsins, á markað.