Penninn ehf., sem á og rekur verslanir Pennans Eymundssonar, Pennans húsgagna, auk ferðamannaverslananna Islandia og The Viking, skilaði 161 milljónar króna tapi árið 2020. Árið áður hagnaðist félagið um 33 milljónir króna.
Rekstrartekjur námu 4,5 milljörðum króna árið 2020, en voru til samanburðar 5,2 milljarðar árið 2019. Eignir félagsins námu 2,5 milljörðum í árslok 2020, skuldir 1,6 milljörðum og eigið fé 954 milljónum. Ingimar Jónsson er forstjóri Pennans.