Vísisjóðirnir Brunnur og Brunnur II, í rekstri Landsbréfa og að mestu í eigu lífeyrissjóða og Landsbankans, högnuðust um 1,8 milljarða króna í fyrra.

Brunnur hagnaðist um 1,7 milljarða króna og eignir jukust úr 6,8 í 8,6 milljarða. Á hluthafafundi var hlutafé lækkað um 2,6 milljarða með afhendingu hlutabréfa í Oculis (metin á 5,5 milljarða), sem voru afhent 3. janúar 2025.

Brunnur II hagnaðist um 67 milljónir. Hlutafé var hækkað um 665 milljónir og eignir jukust úr 3,4 milljörðum í 4,1 milljarð. Sjóðurinn keypti viðbótareignarhluti í Takanawa Travel og Porcelain Fortress fyrir 422 milljónir.

Ólafur Jóhannsson er framkvæmdastjóri, Árni Blöndal og Sigurður Arnljótsson fjárfestingastjórar beggja sjóða og Soffía Theódóra Tryggvadóttir er einnig fjárfestingarstjóri Brunns II.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér og blaðið hér.