Lindarvatn ehf., félag utan um byggingu Iceland Parliament hótelsins á Landssímareitnum í miðbænum, tapaði 205 milljónum króna á síðasta ári.
Árið áður tapaði félagið 152 milljónum króna. Rekstrartekjur, sem voru alfarið í formi leigutekna, námu 738 milljónum króna og ríflega sexfölduðust frá fyrra ári. Tap félagsins má aðallega rekja til þess að vaxtagjöld, verðbætur og gengismunur voru neikvæð um 820 milljónir króna.
Skuldir félagsins námu nærri 14 milljörðum króna í lok síðasta árs en þar af eru rúmlega 7 milljarðar skuld við tengda aðila.
Dalsnes, móðurfélag Innness, á helmingshlut í Lindarvatni á móti Icelandair Group.
Lykiltölur / Lindarvatn
2021 | |||||||||
114 | |||||||||
13.376 | |||||||||
651 | |||||||||
-152 | |||||||||
Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast hana hér.