Tölvutek tapaði 23,4 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 58,9 milljóna króna tap árið áður.

Tekjur námu tæplega 1,5 milljörðum króna og jukust um 10,3% á milli ára. Tölvutek rekur tvær verslanir, í Reykjavík og á Akureyri.

Rekstrargjöld félagsins námu rúmum 1,4 milljörðum króna, þar af var kostnaðarverð seldra vara tæplega 1,1 milljarður króna.

Laun og launatengd gjöld námu 235 milljónum króna, þar af var launakostnaður tæplega 200 milljónir. Ársverk voru 23 á síðasta ári samanborið við 22 árið áður.

Eignir jukust um rúmar 80 milljónir milli ára og námu 427 milljónum króna í lok árs 2024. Eigið fé var 93 milljónir króna og skuldir 335 milljónir, þar af voru skuldir við tengda aðila vegna vörukaupa 214 milljónir.

Tölvutek er í eigu Skyggnis eignarhaldsfélags, áður Origo.

Tölvutek

2024 2023
Rekstrartekjur 1.469 1.333
Eignir 427 346
Eigið fé 93 16
Tap 23 59
Lykiltölur í milljónum króna.