Ráðgjafarfyrirtækið Intellecon kynnti í morgun fyrir hönd Ferðamálastofu fyrstu formlegu spár um meginstærðir í ferðaþjónustu á næstu árum. Þar er lögð áhersla á næstu þrjú ár, en einnig kynnt spá um fjölda erlendra ferðamanna til ársins 2030.

Spár gera ráð fyrir svipuðum fjölda erlendra ferðamanna á næsta ári og voru á metárinu 2018 þegar þeir voru yfir 2,3 milljónir. Á þarnæsta ári spáir Intellecon 2,8 milljónum ferðamanna, sem yrði nýtt Íslandsmet. Þá verði ferðamenn orðnir 3 milljónir árið 2025.

Í langtímaspá til ársins 2030 er áætlað að erlendir ferðamenn hér á landi gætu orðið um 3,5 milljónir árlega, sem er 50% fjölgun frá metárinu 2018.