Á öðrum ársfjórðungi var 30,5 milljarða króna halli á viðskiptajöfnuði við útlönd, samkvæmt tölum sem Seðlabanki Íslands birti í morgun.

Niðurstaðan er 3,3 milljöðrum króna betri en ársfjórðunginn á undan en 36,6 milljörðum lakari en á sama fjórðungi árið 2023.

Á öðrum ársfjórðungi var 30,5 milljarða króna halli á viðskiptajöfnuði við útlönd, samkvæmt tölum sem Seðlabanki Íslands birti í morgun.

Niðurstaðan er 3,3 milljöðrum króna betri en ársfjórðunginn á undan en 36,6 milljörðum lakari en á sama fjórðungi árið 2023.

Á öðrum fjórðungi var halli á vöruskiptajöfnuði 89,5 milljarðar og 67,2 milljarða afgangur var á þjónustujöfnuði. Frumþáttatekjur skiluðu 5,4 milljarða afgangi en rekstrarframlög 13,7 milljarða halla.

Í lok ársfjórðungsins var hrein staða við útlönd jákvæð um 1.705 milljarðar eða 38,9% af vergri landsframleiðslu (VLF) og versnaði um 47 milljarða eða 1,1% af VLF á fjórðungnum. Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 6.173 milljörðum króna í lok ársfjórðungsins en skuldir 4.468 milljörðum.