Fasteignaþróunarfélagið Arcus ehf. hagnaðist um 3,7 milljarða króna á síðasta ári samanborið við 5 milljarða króna hagnað árið áður.

Rekstrartekjur samstæðunnar námu 11,2 milljörðum króna í fyrra.

Í skýrslu stjórnar segir að stærsta áskorun í starfsemi félagsins liggi í því hvernig húsnæðisverð, leiguverð og vaxtakjör á fasteignamarkaði þróast í náinni framtíð.

Allt hlutafé í Arcus er í eigu Þorvaldar Gissurarsonar, eiganda ÞG Verks.

Arcus ehf.

2022 2021
Tekjur 11.168 12.072
Rekstrargjöld 6.647 8.534
Eignir 46.380 34.554
Hagnaður 3.653 5.006
Lykiltölur í milljónum króna.