ALP hf., félag sem rekur bílaleigur undir merkjum Avis og Budget, tapaði 483 milljónum króna í fyrra, samanborið við hagnað upp á 93 milljónir árið áður.

Rekstrartekjur drógust saman um 175 milljónir milli ára og námu tæplega 5,6 milljörðum. Rekstrargjöld námu tæplega 4 milljörðum og jukust um 164 milljónir milli ára. Hjálmar Þröstur Pétursson er framkvæmdastjóri og einn stærsti eigandi ALP.

Lykiltölur / ALP hf.

2024 2023
Rekstrartekjur 5.588 5.763
Eigið fé 1.316 1.610
Eignir 9.694 9.734
Afkoma -483 93
- í milljónum króna

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.