Fjárfestingafélög bræðranna Jóns og Sigurðar Gísla Pálmasona, Fari og Dexter Fjárfestingar, högnuðust hvort um sig um rúmlega 2,6 milljarða króna, eða alls 5,2 milljarða, á síðasta rekstrarári sem náði yfir tímabilið 1. september 2022 til 31. ágúst 2023. Rekstrarárið á undan högnuðust félög bræðranna um hátt í 2,5 milljarða hvort um sig.

Fjárfestingafélög bræðranna Jóns og Sigurðar Gísla Pálmasona, Fari og Dexter Fjárfestingar, högnuðust hvort um sig um rúmlega 2,6 milljarða króna, eða alls 5,2 milljarða, á síðasta rekstrarári sem náði yfir tímabilið 1. september 2022 til 31. ágúst 2023. Rekstrarárið á undan högnuðust félög bræðranna um hátt í 2,5 milljarða hvort um sig.

Umrædd félög eiga hvort um sig 50% hlut í Eignarhaldsfélaginu Hofi, móðurfélagi IKEA á Íslandi og í Eystrasaltsríkjunum, en eins og Viðskiptablaðið greindi frá fyrr á árinu hagnaðist móðurfélag IKEA um 6,7 milljarða á síðasta rekstrarári. Á sama tíma velti félagið 62 milljörðum. Alls hefur félagið hagnast um 24 milljarða á síðustu fimm rekstrarárum.

Eignir Fara, félags Jóns, námu 13,3 milljörðum króna í lok síðasta rekstrarárs en eignir Dexter Fjárfestingar, félags Sigurðar Gísla, námu 12,9 milljörðum. Þá nam eigið fé Fara 13,2 milljörðum og Dexter Fjárfestingar 12 milljörðum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið. Áskrifendur geta nálgast fréttina í heild hér.