Verktakafyrirtækið Þjótandi, sem staðsett er í Rangárþingi ytra og fæst við snjómokstur, jarðvinnu, vegagerð og annarri jarðvinnu sem tengist mannvirkjagerð, hagnaðist um 695 milljónir króna í fyrra. Frá og með árinu 2015 hefur félagið samtals hagnast um rúmlega 3 milljarða króna.
Tekjur verktakafyrirtækisins námu rúmlega 2,4 milljörðum króna á síðasta ári og jukust um 30% frá fyrra ári. Á tímabilinu 2015-2022 hafa samanlagðar tekjur félagsins numið 11,4 milljörðum króna.
Eignir Þjótandi námu 3,9 milljörðum króna í lok síðasta árs. Eigið fé nam rúmum 3,2 milljörðum króna í lok síðasta árs og skuldir 716 milljónum króna.
Stjórn félagsins lagði til við aðalfund að 25 milljónir króna verði greiddar í arð til hluthafa á yfirstandandi ári vegna síðasta árs. Ólafur Einarsson og Steinunn Birna Svavarsdóttir eiga hvort um sig helmingshlut í verktakafyrirtækinu.
Nánar er fjallað um Þjótandi í Viðskiptablaðinu sem kom út sl. miðvikudag, 28. febrúar.