Einkahlutafélagið 701 fast­eignir hefur gengið frá kaupum á Hótel Hall­orms­stað og Hótels Vala­skjálf, sam­kvæmt til­kynningu frá Arion Banka sem var ráð­gjafi Þráins Lárus­sonar, seljanda, í við­skiptunum.
Stærsti hlut­hafi 701 fast­eigna er Thule Properties sem saman­stendur af fjár­festa­hópi leiddum af Jóhanni Pétri Reyn­dal og Gísla Steinari Gísla­syni.

Sam­kvæmt til­kynningu hafa 701 fast­eignir nú þegar tekið við rekstri hótelanna.

Hótel Vala­skjálf er stað­sett á Egils­stöðum en alls eru 39 her­bergi í rekstri auk þess sem byggingar­réttur til stækkunar á lóðinni fylgir.

Hótel Hall­orms­staður er um 27 km frá Egils­stöðum stað­sett við austur­strönd Lagar­fljóts inni í Hall­orms­staða­skógi. Alls eru 92 her­bergi á hótelinu.