Einkahlutafélagið 701 fasteignir hefur gengið frá kaupum á Hótel Hallormsstað og Hótels Valaskjálf, samkvæmt tilkynningu frá Arion Banka sem var ráðgjafi Þráins Lárussonar, seljanda, í viðskiptunum.
Stærsti hluthafi 701 fasteigna er Thule Properties sem samanstendur af fjárfestahópi leiddum af Jóhanni Pétri Reyndal og Gísla Steinari Gíslasyni.
Samkvæmt tilkynningu hafa 701 fasteignir nú þegar tekið við rekstri hótelanna.
Hótel Valaskjálf er staðsett á Egilsstöðum en alls eru 39 herbergi í rekstri auk þess sem byggingarréttur til stækkunar á lóðinni fylgir.
Hótel Hallormsstaður er um 27 km frá Egilsstöðum staðsett við austurströnd Lagarfljóts inni í Hallormsstaðaskógi. Alls eru 92 herbergi á hótelinu.