Pítsakeðjan Pizzan ehf., sem rekur átta veitingastaði, tapaði 214 milljónum króna árið 2022 samanborið við 235 milljóna tap árið 2021. Pizzan velti 1.292 milljónum árið 2022 sem er 5,4% samdráttur frá árinu 2021 þegar veltan nam 1.367 milljónum.

Rekstrargjöld lækkuðu einnig milli ára, námu 1.541 milljón árið 2021 en 1.490 milljónum árið 2022. Þar af voru laun og launatengd gjöld 642 milljónir króna en sá kostnaðarliður lækkaði um 65 milljónir milli ára. Ársverk fóru þá úr 89,4 árið 2021 í 76,2 árið 2022.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði