Eik faseignafélag hagnaðist um ríflega 7,2 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Tekjur námu 7,4 milljörðum og rekstrarhagnaður fyrir söluhagnað, matsbreytingu og afskriftir nam 4,9 milljörðum króna. Þetta kemur fram í uppgjörsktilkynningu félagsins.
Matsbreyting fjárfestingareigna nam tæplega 10 milljörðum króna í lok tímabilsins og handbært fé 1,7 milljörðum. Þá námu vaxtaberandi skuldir nærri 69 milljörðum í lok september.
Heildareignir félagsins námu 126 milljörðum í lok september. Þar af eru fjárfestingareignir að virði 118 milljarðar króna sem skiptast í fjárfestingareignir í útleigu upp á 114 milljarða, leigueignir 2,5 milljarðar króna, fjárfestingareignir í þróun 1,1 milljarður, byggingarréttir og lóðir 448 milljónir og fyrirframgreidd gatnagerðargjöld 13 milljónir. Eignir til eigin nota námu 4,2 milljörðum króna og fasteignir í þróun 671 milljón króna Eigið fé félagsins nam 43 milljörðum króna í lok september og var eiginfjárhlutfall 34,1%. Á aðalfundi félagsins þann 5. apríl 2022 var samþykkt að greiða út arð til hluthafa vegna rekstrarársins 2021 að fjárhæð 1,7 milljarðar króna og var hann greiddur þann 28. apríl 2022.