Auglýsingastofan Hvíta húsið hagnaðist um 41 milljón króna í fyrra, sem er 5 milljónum minni hagnaður en árið áður.

Auglýsingastofan Hvíta húsið hagnaðist um 41 milljón króna í fyrra, sem er 5 milljónum minni hagnaður en árið áður.

Rekstrartekjur námu tæplega 1,7 milljörðum og drógust saman um 8% á milli ára.

Stjórn auglýsingastofunnar leggur til að 39 milljónir verði greiddar út í arð til hluthafa.

Stjórnarformaðurinn Anna Kristín Kristjánsdóttir er stærsti hluthafi auglýsingastofunnar með 23% hlut en framkvæmdastjórinn Elín Helga Sveinbjörnsdóttir á 9% hlut.

Lykiltölur / Hvíta húsið

2023 2022
Tekjur 1.670  1.815
Eignir 303  283
Eigið fé 46 52
Afkoma 41  46
- í milljónum króna

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.