Trailblazer hf., fjárfestingafélag sem Andri Gunnarsson á 80% hlut í og Orri Hlöðversson 20%, greiddi tæplega 900 milljónir króna við yfirtöku á bifreiðaskoðunarfélaginu Frumherja undir lok síðasta árs.
Í lok síðasta árs keyptu Andri og Orri út aðra hluthafa Frumherja, þá Fannar Ólafsson, Þórð Kolbeinsson og Kristján Grétarsson. Áður áttu Fannar, Þórður, Kristján og Andri hver um sig fjórðungshlut í félaginu Tiberius ehf. Umrætt félag átti 95% hlut í Frumherja og eftirstandandi 5% voru í eigu Orra.
Í kjölfar viðskiptanna er Trailblazer orðinn 100% eigandi Frumherja, í gegnum fyrrnefnt Tiberius og eignarhaldsfélagið SKR1 hf. Andri á því nú 80% hlut í Frumherja og Orri, sem er framkvæmdastjóri Frumherja, eftirstandandi 20%. Fasteignafélagið Fastherji var einnig hluti af kaupunum.
Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.