Wings Capital, fjárfestingafélag Davíðs Mássonar og Halldórs Hafsteinssonar sem oft eru kenndir við flugfélögin Air Atlanta og Avion, hagnaðist um 902 milljónir króna á síðasta ári.

Þá námu fjármunatekjur félagsins 962 milljónum króna á árinu. Eignir námu 2,7 milljörðum króna í lok árs og var bókfært eigið fé 2,3 milljarðar króna samanborið við 1,4 milljarða króna árið áður.

Félagið seldi nú á þessu ári eignarhlut sinn í ferðaþjónustufyrirtækinu Arctic Adventures til Stoða.

Wings Capital hf.

2022 2021
Fjármunatekjur 962 37
Eignir 2.702 1.496
Eigið fé 2.287 1.385
Hagnaður 902 36
-í milljónum króna.