Ráðninga- og ráðgjafarfyrirtækið Vinnvinn hagnaðist um 93 milljónir króna í fyrra, á fyrsta heila starfsári þess.

Tekjur námu 230 milljónum króna og rekstrargjöld 114 milljónum. Eignir námu 131 milljón í lok síðasta árs og eigið fé 94 milljónum. Greiddur var út 14 milljóna arður til eigenda.

Félagið var stofnað árið 2020 af Auði Bjarnadóttur, Hilmari Garðari Hjaltasyni og Jensínu Kristínu Böðvarsdóttur, sem störfuðu áður hjá Capacent. Sú síðastnefnda er framkvæmdastjóri Vinnvinn.

Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.