Sky Lagoon baðlónið á Kársnesinu í Kópavogi velti nærri fimm milljörðum króna á síðasta ári, en til samanburðar nam velta baðlónsins rúmlega 3,3 milljörðum króna árið 2022. Tekjur félagsins jukust því um tæplega 49% á milli ára. Hagnaður síðasta árs nam 946 milljónum og rúmlega tvöfaldaðist frá fyrra ári er hagnaður nam 410 milljónum króna.

Lónið opnaði í lok apríl árið 2021 og var árið 2022 því fyrsta heila rekstrarár í sögu þess. Árið 2021 var félagið rekið með níu milljóna króna tapi. Samanlagt hefur Sky Lagoon því hagnast um rúmlega 1,3 milljarða frá opnun. Þá nemur samanlögð velta baðlónsins hátt í 10 milljörðum króna frá því að það opnaði dyr sínar fyrir gestum.

Sky Lagoon baðlónið á Kársnesinu í Kópavogi velti nærri fimm milljörðum króna á síðasta ári, en til samanburðar nam velta baðlónsins rúmlega 3,3 milljörðum króna árið 2022. Tekjur félagsins jukust því um tæplega 49% á milli ára. Hagnaður síðasta árs nam 946 milljónum og rúmlega tvöfaldaðist frá fyrra ári er hagnaður nam 410 milljónum króna.

Lónið opnaði í lok apríl árið 2021 og var árið 2022 því fyrsta heila rekstrarár í sögu þess. Árið 2021 var félagið rekið með níu milljóna króna tapi. Samanlagt hefur Sky Lagoon því hagnast um rúmlega 1,3 milljarða frá opnun. Þá nemur samanlögð velta baðlónsins hátt í 10 milljörðum króna frá því að það opnaði dyr sínar fyrir gestum.

Rekstraraðili Flyover Iceland á 51% hlut

Sky Lagoon er að 51% hluta í eigu Pursuit ehf., rekstraraðila Flyover Iceland, og 49% eigu Geothermal Lagoon ehf. Peninsula ehf. á 95% hlut í síðarnefnda félaginu, en Peninsula er að stærstum hluta í eigu Eyþórs Kristjáns Guðjónssonar og Gests Þórissonar. Eftirstandandi 5% hlutur í Geothermal Lagoon er í eigu Dagnýjar Pétursdóttur, sem var framkvæmdastjóri Sky Lagoon þar til í mars á síðasta ári, en hún situr í stjórn félagsins.

Félagið Sverð og skjöldur ehf., í eigu fyrrnefnds Eyþórs Kristjáns Guðjónssonar, hagnaðist um 711 milljónir króna árið 2022 og um 639 milljónir árið 2021, eða samtals um 1.350 milljónir króna á þessu tveggja ára tímabili. Hagnaðurinn var tilkominn vegna uppbyggingar og afkomu Sky Lagoon.

Eyþór Kristján á 36,6% hlut í Peninsula en umrætt félag á eins og fyrr segir 95% hlut í Geothermal Lagoon ehf., móðurfélagi Nature Resort ehf. sem vann að uppbyggingu baðlónsins á Kársnesi. Eignir Nature Resort voru bókfærðar á nærri 6,6 milljarða króna í árslok 2022 og eigið fé var um 3 milljarðar eftir tæplega 600 milljóna samanlagðan hagnað á árunum 2021-2022.

Geothermal Lagoon á eins og fyrr segir 49% hlut í Sky Lagoon ehf., rekstrarfélagi samnefnds baðlóns sem leigir jarðböðin undir starfsemi. Hinn tæplega helmingshlutur í Sky Lagoon ehf. var bókfærður á 302 milljónir króna í árslok 2022.

313 milljónir voru greiddar út í arð til hlutahafa á síðasta ári vegna reksturs ársins á undan en stjórn félagsins leggur til að 946 milljónir verði greiddar út í arð á þessu ári vegna rekstrar síðasta árs. Loks leggur hún til að hagnaður síðasta árs bætist við eigið fé félagsins.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.