Bandaríski fjár­festirinn Bill Ack­man hefur lokið margra ára áformum sínum um að stofna fjár­festinga­sam­stæðu í anda Berks­hire Hat­haway, með því að tryggja sér yfir­ráð yfir fast­eignaþróunarfélaginu Howard Hug­hes Holdings.

Sam­kvæmt Financial Times mun félagið taka á sig nýja mynd sem fjölþætt sam­stæða og fjár­festingafélag, undir stjórn Ackmans og Pers­hing Square Capi­tal.

Ack­man, sem hefur verið stærsti hlut­hafi Howard Hug­hes frá stofnun félagsins árið 2012, fjár­festi nýverið fyrir 900 milljónir Bandaríkja­dala til viðbótar í félaginu og tryggði sér þannig ráðandi áhrif.

Sam­hliða þessu verður stefnu félagsins breytt veru­lega. Félagið mun hætta að ein­blína á fast­eignir og í staðinn beina sjónum að yfir­tökum á einka­reknum og skráðum fyrir­tækjum.

Í yfir­lýsingu sagði Ack­man að markaðurinn hefði hingað til van­metið undir­liggjandi virði Howard Hug­hes, en nú væri rétti tíminn til að um­breyta félaginu:

„Howard Hug­hes hefur lengi verið van­metið af fjár­festum. Við höfum nú tækifæri til að byggja upp sterka og arðbæra fjár­festinga­sam­stæðu á traustum grunni.“

Stjórn Howard Hug­hes hefur samþykkt að fela Pers­hing Square fjár­festingar fyrir hönd félagsins en sem af samningnum mun félagið greiða Pers­hing Square 15 milljónir dala ár­lega fyrir störf þeirra, sem Ack­man og aðal­stjórnandi hans, Ryan Is­rael, leiða.

Auk þess fær Pers­hing Square árangurs­tengda um­bun sem nemur 1,5% af raunaukningu á markaðsvirði félagsins um­fram verðbólgu. Þetta fyrir­komu­lag er um­deildara en hefðbundin árangurs­hindrun (e. per­for­mance hurd­le), en þó hóf­legra en fyrri til­lögur.

Upp­runa­lega lagði Ack­man til að Pers­hing Square fengi 1,5% þóknun af allri hækkun markaðsvirðis, án nokkurrar árangur­sviðmiðunar.

Sú til­laga vakti tölu­verða and­stöðu meðal hlut­hafa og var talin geta leitt til veru­legra greiðslna til Pers­hing Square, jafn­vel ef virðis­aukningin stafaði af nýju hluta­fé fremur en rekstrarárangri.

Stjórn félagsins skipaði sér­staka nefnd til að endur­skoða til­lögurnar. Endur­bætt sam­komu­lag, sem kveður m.a. á um að um­bunin taki mið af núverandi fjölda hluta og markaðsvirði, hefur fengið jákvæðari viðbrögð.

„Breytingin á stjórnunar­gjaldinu er veru­leg og til bóta,“ segir stór hlut­hafi við Financial Times. „Sam­komu­lagið er ekki galla­laust, en stjórnin tók til­lit til ábendinga hlut­hafa.“

Með þessari um­breytingu Howard Hug­hes hefur Ack­man stigið mikilvægt skref í átt að því að skapa eigin fjár­festinga­sam­stæðu í anda Berks­hire Hat­haway en það hefur verið draumur hans lengi sam­kvæmt FT.