Advania hefur náð samkomulagi um kaup á 100% hlutafjár í breska félaginu CCS Media. Gert er ráð fyrir að viðskiptunum ljúki á fjórða ársfjórðungi ársins 2024, með fyrirvara um samþykki eftirlitsaðila.

CCS Media er stórt félag í vélbúnaðarsölu og þjónustu en í tilkynningu segir að með eignarhaldi á CCS Media og nýlegum kaupum á Servium í Bretlandi muni Advania stækka núverandi starfsemi sína um allt Bretland.

Advania hefur náð samkomulagi um kaup á 100% hlutafjár í breska félaginu CCS Media. Gert er ráð fyrir að viðskiptunum ljúki á fjórða ársfjórðungi ársins 2024, með fyrirvara um samþykki eftirlitsaðila.

CCS Media er stórt félag í vélbúnaðarsölu og þjónustu en í tilkynningu segir að með eignarhaldi á CCS Media og nýlegum kaupum á Servium í Bretlandi muni Advania stækka núverandi starfsemi sína um allt Bretland.

„Þessi kaup eru mikilvægt skref á vegferð okkar í því að verða leiðandi félag í upplýsingatækni í Norður-Evrópu. Við erum því viss um að þessi fjárfesting muni flýta enn frekar fyrir vexti okkar og styrkja stöðu okkar á breska markaðnum,“ segir Ægir Þór Másson, forstjóri Advania á Íslandi.

CCS Media var stofnað árið 1983 og er ört vaxandi fyrirtæki sem býður upp á upplýsingatæknivörur, lausnir og þjónustu til viðskiptavina um allt Bretland. Félagið er með veltu upp á 50 milljarða íslenskra króna og eftir samrunann munu alls um 1500 manns starfa hjá Advania í Bretlandi.

Kaupin eru sögð vera lykiláfangi í stefnu Advania um að auka enn frekar hlutdeild sína á breskum markaði.

Sjóður í eigu Goldman Sachs keypti meirihluta í Advania árið 2021 og fyrirtækið hefur vaxið með miklum hraða síðan. Advania er nú eitt stærsta óskráða félagið í upplýsingatækni í Norður-Evrópu. Eftir viðskiptin mun heildarvelta Advania verða um 250 milljarðar og verður starfsmannafjöldinn í Norður-Evrópu yfir 5.000.