Tveir Íslendingar leiða nýtt fjártæknifyrirtæki sem stefnir á að umbylta leigumarkaðnum í Bandaríkjunum með því að veita bankaábyrgð til leigjenda sem komast þá hjá því að leggja fram öryggistryggingu sem er yfirleitt í formi eins eða tveggja mánaða leigugreiðslu.

Sambærileg þjónusta hefur lengi verið í boði í Evrópu og á Íslandi en bandaríski leigumarkaðurinn hefur setið eftir að þessu leyti að sögn Egils Almars Ágústssonar, framkvæmdastjóra og eins stofnenda Standby Deposits.

Tveir Íslendingar leiða nýtt fjártæknifyrirtæki sem stefnir á að umbylta leigumarkaðnum í Bandaríkjunum með því að veita bankaábyrgð til leigjenda sem komast þá hjá því að leggja fram öryggistryggingu sem er yfirleitt í formi eins eða tveggja mánaða leigugreiðslu.

Sambærileg þjónusta hefur lengi verið í boði í Evrópu og á Íslandi en bandaríski leigumarkaðurinn hefur setið eftir að þessu leyti að sögn Egils Almars Ágústssonar, framkvæmdastjóra og eins stofnenda Standby Deposits.

„Um 80% af íbúðum sem leigðar eru út í Bandaríkjunum þarfnast öryggistrygginga. Við sáum að þessi markaður gat nýtt sér lausn sem var til og hefur sannað sig í Evrópu og á Íslandi.“

Egill stofnaði Standby Deposits í ásbyrjun 2021 ásamt Elvari Erni Þormar, stofnanda og fyrrum framkvæmdastjóra hugbúnaðarfyrirtækisins Reon, og Clint Miller sem hefur starfað lengi á bandaríska leigumarkaðnum.

Sprotafyrirtækið náði nýlega stórum áfanga sem gæti markað upphafið á hröðu vaxtarferli. Standby hefur skrifað undir samstarfssamninga við 2 af 50 stærstu leiguþjónustufyrirtækjum (e. property managers) Bandaríkjanna, þar af eitt af tíu stærstu. Fyrirtækin tvö koma að leigusamningum fyrir 184 þúsund íbúðir.

Til að setja það í samhengi þá er fjöldi íbúða á Íslandi hátt í 160 þúsund en í Bandaríkjunum eru tæplega 45 milljónir íbúða. Annað þessara fyrirtækja hefur þegar tekið lausnina í gagnið.

„Frá því að við fórum í loftið þá eru 80% af nýjum leigjendum sem fengu boð frá okkur búin að taka því. Það er tvöfalt hærra hlutfall en við áttum von á. Þetta fer því hrikalega vel af stað hjá okkur,“ segir Elvar. Hann bætir við margir þeirra sem ekki hafa þegið boð um bankaábyrgð séu einfaldlega ekki búnir að opna tölvupóstinn sinn.

Fréttin er hluti af ítarlegri umfjöllun í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun þar sem Egill og Elvar rekja þriggja ára sögu Standby Deposits, háleit markamið og tækifæri á bandaríska markaðnum. Áskrifendur geta nálgast greinina í heild sinni hér.