Nýr forstjóri áfengisrisans Diageo, Debra Crew, er með einfalt markmið; að tekíla nái svipuðum vinsældum á heimsvísu og áfengistegundin nýtur í Bandaríkjunum og Mexíkó.

Nýr forstjóri áfengisrisans Diageo, Debra Crew, er með einfalt markmið; að tekíla nái svipuðum vinsældum á heimsvísu og áfengistegundin nýtur í Bandaríkjunum og Mexíkó.

Um 85% af tekíla sölu á sér stað í þessum tveimur löndum. Til marks um vinsældir tekíla í Bandaríkjunum stefnir í að það verði mest selda tegundin af sterku áfengi á þessu ári.

Undir hatti Diageo eru stór tekílavörumerki á borð við Don Julio og Casamigos. Hluti af markmiðum nýs forstjóra er að breyta ásýnd tekíla á evrópskum markaði, úr því að vera drykkur sem fólk tekur skot af á djamminu yfir í að vera drykkur sem fólk kýs að njóta samhliða góðum mat.