VIP Products er framleiðandi Bad Spaniels leikfangsins en umrætt leikfang líkist flösku af Jack Daniel‘s Old No.7 viskíi þar sem texta á merkinu hefur verið breytt. Eftir að leikfangið kom á markað fór viskíframleiðandinn fram á að það yrði tekið úr sölu en leikfangaframleiðandinn leitaði til dómstóla vegna málsins.

Héraðsdómstóll úrskurðaði upprunalega Jack Daniel‘s í vil en áfrýjunardómstóll komst að annarri niðurstöðu og vísaði í Rogers-dómafordæmið svokallaða, sem byggir á fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna. Í tilviki Bad Spaniels væri um að ræða skopstælingu sem væri ekki líkleg til að valda ruglingi hjá neytendum um uppruna vörunnar.

Í einróma áliti Hæstaréttar Bandaríkjanna er þeirri röksemdafærslu hafnað og dómstólar varaðir við því að nota Rogers-fordæmið of frjálslega. Skopstæling trompi ekki ströng ákvæði vörumerkjaréttar.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði