Tjörvi Bjarnason og Hilmar Steinn Gretarsson stofnuðu fyrirtækið Matfélagið, ásamt einum öðrum, fyrir rúmlega tveimur og hálfu ári síðan. Tjörvi hafði verið útgáfustjóri Bændablaðsins í 19 ár en Hilmar hafði sinnt sama hlutverki hjá Reykjavik Grapevine.
Þeir ákváðu í sameiningu að stofna fjölmiðilinn Matland sem myndi fjalla um mat og allt sem honum tengist, þar með talið landbúnað, sjávarútveg, iðnað og ferðaþjónustu.
„Við vissum þá hins vegar að prentið væri á undanhaldi og fórum að velta því fyrir okkur hvernig við gætum búið til tekjur til að reka miðilinn. Fyrir utan vefauglýsingar og styrki fórum við að skoða opnun á vefverslun sem seldi upprunamerktar matvörur,“ segir Tjörvi.
Þegar vefverslunin byrjaði fóru Tjörvi og Hilmar að finna fyrir mikilli eftirspurn eftir upprunamerktum vörum, eins og kjöti, sem komu beint frá bændum. Vefverslunin fór þá fljótlega að verða stærri en fjölmiðillinn sjálfur.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.