Hagnaður af rekstri LOGOS lögmannstofu hátt í tvöfaldaðist á milli ára og nam 778 milljónum króna í fyrra samkvæmt ársreikningi.
Um sögulega afkomu er að ræða en LOGOS hefur um áratugaskeið verið stærsta lögmannstofan á Íslandi þegar kemur að markaðshlutdeild og veltu. Veltan jókst þó um hátt í milljarð milli áranna 2022 og 2023 og hefur því sérstaða LOGOS á íslenskum markaði aukist töluvert.
Benedikt Egill Árnason, lögmaður, meðeigandi og framkvæmdastjóri LOGOS, segir að þrátt fyrir stór verkefni hjá stofunni í fyrra fór ekkert eitt verkefni sem unnið var að á stofunni yfir 5% af heildarveltunni.
„Í fyrra var mjög mikið um að vera í viðskiptalífinu og leiddi það til fleiri verkefna sem aðilar í viðskiptalífinu leituðu með til okkar. Veltan 2023 nam tæpum þremur milljörðum króna og hækkaði um 34% frá fyrra ári og leiddi það til verulegrar bættrar rekstrarafkomu, eða hækkun EBITDA um 85%, þrátt fyrir að rekstrargjöld hafi hækkað um rúm 10%,“ segir Benedikt.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði