Willi­am Ru­din, stjórnar­for­maður fast­eignafélagsins Ru­din Mana­gement Company, segir afa sinn Samuel sem byggði upp fast­eigna­veldi fjöl­skyldunnar hafa lifað eftir einni grund­valla­reglu: Aldrei selja.

Að sögn Williams má alltaf búast við sveiflum á fasteignamarkaðinum í New York en afi hans sagðist alltaf getað treyst á að eftirspurnin eftir skrifstofuhúsnæði kæmi aftur með næstu uppsveiflu.

Ru­din Mana­gement er eitt stærsta fast­eignafélag New York borgar en félagið var stofnað af bræðrunum Samuel, Edward, Henry og Nat­han Ru­din árið 1925.

Þriðja kynslóð af­kom­enda hefur nú þurft að brjóta grund­vallar­regluna þar sem út­lit er fyrir að eftir­spurn eftir skrif­stofu­húsnæði verði ekki sú sama og áður.

Í fyrra seldi Ru­din fjöl­skyldan 30 hæða skrif­stofu­byggingu í miðbæ Man­hattan sem hefur verið í eigu fjöl­skyldunnar frá 1960.

80 Pine Street í New York.
80 Pine Street í New York.

Nú í haust seldi fjöl­skyldan 80 Pine Street í fjár­mála­hverfi borgarinnar eftir að kjöl­festu­leigjandinn American International Group (AIG) sagði leigu­samningi sínum upp.

„Heimurinn er að breytast,“ segir Willi­am Ru­din í sam­tali við The Wall Street Journal. „Við þurfum að endur­skoða við­skipta­módelið til að tryggja að það sé undir­staða fyrir næstu kynslóð,“ segir Willi­am sem er 69 ára gamall.

Sam­kvæmt WSJ er gríðar­leg niður­sveifla að eiga sér stað með at­vinnu­húsnæði í New York-borg og hafa margir af­kom­endur sögu­frægra fast­eignafélaga í borginni neyðst til að taka sömu ákvarðanir og Ru­din-fjöl­skyldan.

Fast­eignafélögunum sem hefur tekist að halda í eignir sínar í gegnum heims­styrj­aldir, kórónu­veirufar­aldur og efna­hags­hrun sjá nú enga aðra leið en að selja.

Í dag er þó staðan þannig að fjar­vinna er að valda því að út­lit er fyrir að eftir­spurn eftir risa­skrif­stofu­húsnæði muni ekki snúa aftur.

Þriðju og fjórðu kynslóðar fast­eignafélög hafa því verið að selja ára­tuga­gamlar eignir á meðan enn er hægt að fá gott verð fyrir þær.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal er erfitt að finna nákvæmar upp­lýsingar um sölu á eignum sem hafa verið í fjöl­skyldu­eigu til lengri tíma en sam­kvæmt fjár­mála­fyrir­tækinu East­dil Secured hafa stærstu fast­eignafélögin sem eru enn í fjöl­skyldu­eigu selt um 10 skrif­stofu­byggingar síðastliðið ár.

Á ára­tugnum þar á undan voru einungis fimm skrif­stofu­byggingar seldar úr slíkum fjölskyldufyrirtækjum.